Innlent

Fjöldi króatískra stuðningsmanna

Stuðningsmenn króatíska liðsins í knattspyrnu fjölmenntu til landsins vegna leiks Íslendinga og Króata. Einn þeirra segir þá glaða og drekka mikinn bjór en fæstir séu þeir fótboltabullur. Leikurinn er liður í forkeppninni fyrir HM í Þýskalandi á næsta ári. Krótar eru efstir í riðlinum en Íslendingar næstneðstir og eiga enga möguleika. Þrátt fyrir stöðu sína verða Króatar að sigra í leiknum, þar sem Svíar unnu sína andstæðinga í dag. Króatískir stuðningsmenn hafa fjölmennt hingað til lands. Boja sem komin var til að horfa á leikinn sagði að henni hefði boðist tækifæri til að sjá leikinn þar sem faðir hennar vinni hér á landi. Hún hafi komið til að heimsækja hann og fara á leikinn. Spurð hvernig leikurinn fari segir hún Króata fara með sigur af hólmi, 2-0. Króatískur stuðningsmennirnir hafa sýnt af sér mikla gleði en Boja segir þá ekki vera fótboltabullur. Þeir hagi sér vel og báðar þjóðirnar séu góðar og að þeim muni koma vel saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×