Erlent

Réttarhöld hefjast eftir kosningu

Réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, hefjast síðari hluta októbermánaðar eftir því sem breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni írakskra stjórnvalda. Írakar kjósa um uppkast að stjórnarskrá landsins 15. október næstkomandi og er búist við að réttarhöldin hefjist í kjölfarið. Hussein á yfir höfði fjölmargar ákærur, m.a. fyrir efanvopnaárás á kúrdíska bæinn Halabja árið 1988, innrásina í Kúveit 1990 og fyrir að hafa drepið 143 í bænum Dujæl árið 1982 eftir að honum var sýnt banatilræði þar. Hussein hefur beðið réttarhaldanna frá því að Bandaríkjamenn afhentu Írökum hann í júní í fyrra, en hann gæti átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir grimmdarverk í valdatíð hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×