Erlent

Sautján látnir í slysi í S-Afríku

Sautján Simbabvemenn léstust þegar yfirfull smárúta steyptist fram af klettum og ofan í fljót í Suður-Afríku í dag. Bílstjóri rútunnar hafði brugðið sér út úr henni til að létta á sér þegar rútan rann af stað með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst hvers vegna rútan rann af stað en hugsanlegt er að bremsur hennar hafi bilað. Alls voru 26 manns í smárútunni, sem mátti aðeins taka 16 farþega, en sjö farþeganna voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×