Innlent

Markús Örn kvaddi RÚV

Markús Örn Antonsson lét af störfum sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins í dag. Hann kvaddi starfsfólk Ríkisútvarpsins í gær og kom starfsfólk saman í mötuneyti stofnunarinnar af því tilefni þar sem kaffisamsæti var haldið til heiðurs Markúsi Erni. Hann mun nú hverfa til starfa sem sendiherra Íslands í Kanada með aðsetur í Ottawa. Páll Magnússon tekur í dag við sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×