Erlent

Fé sett í jarðsprengjuþróun

Samtökin Fremtiden i våre hender hafa upplýst að rúmir 2,5 milljarðar íslenskra króna af olíusjóði Norðmanna hafi runnið í fjárfestingar í vopnaiðnaði. Upplýsingar sínar fá samtökin frá Mannréttindavaktinni (HRW) sem heldur því fram að hluti hagnaðar af olíusölu Noregs hafi verið notaður til þess að fjárfesta í bandarískum vopnafyrirtækjum sem þróa jarðsprengjur sem einkum er beint að fólki. Málið er litið alvarlegum augum enda er Noregur aðili að alþjóðlegum sáttmála um bann við notkun slíkra vopna. Þingmenn Sósíalíska vinstriflokksins hafa krafist skýringa frá fjármálaráðuneytinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×