Áhrifa fellibylsins mun gæta lengi 31. ágúst 2005 00:01 Áhrifa Katrínar mun gæta um langan tíma. Hún eyðilagði stóran hluta þess húsnæðis sem varð á leið hennar, eiturefni og skólp blandast flóðavatninu og áhrifin á efnahagslífið í Bandaríkjunum gætu orðið mikil. Óvíst hvað gert verður við alla þá sem misst hafa heimili sín á hamfarasvæðinu og þá tugi þúsunda sem hafast við á íþróttaleikvanginum Superdome, þar sem aðstæður eru orðnar mjög slæmar eftir að hlutar byggingarinnar skemmdust í veðrinu og rafmagn og vatn fóru af. Salernin eru á floti og loftræstingin er úr lagi, en yfir þrjátíu stiga hiti er í Louisiana sem stendur. Meira en 40 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum sem rauði krossinn hefur komið upp og enginn snýr til baka til síns heima næstu vikurnar og jafnvel gætu liðið nokkrir mánuðir áður en fólk fær að fara aftur til New Orleans. Talið er að koma verði á fót hálfgerðum flóttamannabúðum í nánd við New Orleans, þar sem óttast er að á milli sextíu og áttatíu prósent bygginga í borginni séu ónýtar. Sérfræðingar hafa einnig áhyggjur af langtímaáhrifum Katrínar og flóðavatnsins og telja að New Orleans gæti breyst í hreina rotþró fulla af hættulegum eiturefnum, skólpi og líkkistum úr hinum þekktu kirkjugörðum borgarinnar, sem eru á floti. Enginn veit í raun hvernig á að bregðast við vatninu sem liggur nú yfir borginni eða öllu því sem hefur blandast því. Þetta gæti hins vegar haft víðtækar afleiðingar á borð við farsóttir sem þekktastar eru í þróunarlöndum, ekki síst meltingarvegssjúkdómar af öllum gerðum. Moskítóflugur fjölga sér einnig í vatni og bætu borið til dæmis Vestur-Nílar vírusinn með sér. Og svo eru það efnahagsáhrifin, sem eru ekki síst vegna mikilvægi hamfarasvæðisins í olíuvinnslu. Tíu prósent þeirrar olíu sem notuð eru í Bandaríkjunum koma úr Mexíkóflóa og helmingur allar olíu fer í gegnum hreinsunarstöðvar þar. Stjórnvöld í Washington íhuga fyrir vikið að veita olíu úr neyðarbirgðum. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Áhrifa Katrínar mun gæta um langan tíma. Hún eyðilagði stóran hluta þess húsnæðis sem varð á leið hennar, eiturefni og skólp blandast flóðavatninu og áhrifin á efnahagslífið í Bandaríkjunum gætu orðið mikil. Óvíst hvað gert verður við alla þá sem misst hafa heimili sín á hamfarasvæðinu og þá tugi þúsunda sem hafast við á íþróttaleikvanginum Superdome, þar sem aðstæður eru orðnar mjög slæmar eftir að hlutar byggingarinnar skemmdust í veðrinu og rafmagn og vatn fóru af. Salernin eru á floti og loftræstingin er úr lagi, en yfir þrjátíu stiga hiti er í Louisiana sem stendur. Meira en 40 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum sem rauði krossinn hefur komið upp og enginn snýr til baka til síns heima næstu vikurnar og jafnvel gætu liðið nokkrir mánuðir áður en fólk fær að fara aftur til New Orleans. Talið er að koma verði á fót hálfgerðum flóttamannabúðum í nánd við New Orleans, þar sem óttast er að á milli sextíu og áttatíu prósent bygginga í borginni séu ónýtar. Sérfræðingar hafa einnig áhyggjur af langtímaáhrifum Katrínar og flóðavatnsins og telja að New Orleans gæti breyst í hreina rotþró fulla af hættulegum eiturefnum, skólpi og líkkistum úr hinum þekktu kirkjugörðum borgarinnar, sem eru á floti. Enginn veit í raun hvernig á að bregðast við vatninu sem liggur nú yfir borginni eða öllu því sem hefur blandast því. Þetta gæti hins vegar haft víðtækar afleiðingar á borð við farsóttir sem þekktastar eru í þróunarlöndum, ekki síst meltingarvegssjúkdómar af öllum gerðum. Moskítóflugur fjölga sér einnig í vatni og bætu borið til dæmis Vestur-Nílar vírusinn með sér. Og svo eru það efnahagsáhrifin, sem eru ekki síst vegna mikilvægi hamfarasvæðisins í olíuvinnslu. Tíu prósent þeirrar olíu sem notuð eru í Bandaríkjunum koma úr Mexíkóflóa og helmingur allar olíu fer í gegnum hreinsunarstöðvar þar. Stjórnvöld í Washington íhuga fyrir vikið að veita olíu úr neyðarbirgðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira