Erlent

Búist við hamförum á Tævan

Á Tævan er búist við hamförum, en fellibylurinn Talim stefnir þangað hraðbyri. Hávaðarok og úrhellisrigning hafa þegar leitt til þess að búið er að loka skólum og opinberum stofnunum. Vindhraðinn er yfir fimmtíu metrar á sekúndu og fer í hviðum upp í sextíu og fjóra metra á sekúndu. Búist er við að stormurinn skelli á Tævan af fullum krafti innan fárra klukkustunda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×