Erlent

Handtökur vegna Hariri-morðs

Fjórir menn hafa verið hnepptir í varðhald vegna morðsins á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, 14. febrúar síðastliðinn. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna rannsakar nú sprengjutilræðið sem kostaði Hariri og tuttugu aðra lífið og í gær var ákveðið að handtaka fjóra menn vegna málsins. Þeir koma allir úr forsetalífverðinum og eru sagðir mjög hliðhollir sýrlenskum stjórnvöldum. Hariri barðist ákaft gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Morðið á Hariri hratt af stað mikilli mótmælaöldu sem á endanum leiddi til þess að Sýrlandsher varð að hafa sig á brott.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×