Erlent

Mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja

Til stympinga kom á milli lögreglu og fjölda mótmælenda við Óperuhúsið í Sydney í Ástralíu í dag, en þar fer fram ráðstefna helstu leiðtoga í alþjóðlegu viðskiptalífi á vegum viðskiptatímaritsins Forbes. Nokkur hundruð mótmælendur söfnuðust saman í Sydney og gengu að Óperuhúsinu þar sem þeir mótmæltu yfirgangi stórfyrirtækja í alþjóðavæðingu heimsins og stefnu Johns Howards, forsætisráðherra Ástralíu. Þegar hluti hópsins ruddi niður griðingu sem lögregla hafði komið upp réðst lögregla til atlögu en átökin urðu þó hvorki hörð né langvinn þar sem lögreglumenn voru mun fleiri en mótmælendur. Mikill viðbúnaður er í Sydney vegna ráðstefnunnar en hana sækja um 350 forstjórar stórfyrirtækja. Búist er við áframhaldandi mótmælum þar sem ráðstefnan stendur í þrjá daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×