Erlent

Enn mótmæla súnníar

Þúsundir súnnía mótmæltu stjórnarskrárfrumvarpi Íraks sem afgreitt var úr þinginu á sunnudaginn þvert á vilja þeirra. Óttast er að deilurnar milli þjóðarbrotanna í landinu magnist enn. Nokkur þúsund súnníar komu saman í Tikrit, heimaborg Saddams Hussein, og létu skoðun sína á stjórnarskráruppkasinu í ljós. "Við fórnum sálum okkar og blóði fyrir þig Saddam," hrópuðu mótmælendurnir og veifuðu um leið íröskum fánum og myndum af einræðisherranum sem nú situr á bak við lás og slá. Yahya Ibrahim al-Batawi, skipuleggjandi mótmælanna, fordæmdi drögin harðlega og kallaði þau "stjórnarskrá gyðinganna".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×