Erlent

Fatlaður fíll fær gervifót

Taílenski fíllinn Motola sem hoppað hefur um á þremur fótum í sex ár getur tekið gleði sína á ný því hann hefur fengið gervifót. Fyrsta hálfa árið verður fóturinn úr léttu efni eða þar til Motola verður nógu sterkur til að bera fótinn sem hann mun nota um ókomna framtíð. Slys sem fíllinn varð fyrir árið 1999 vakti mikla athygli á raunum vinnufíla í Taílandi. Motola missti fótinn þegar hann steig á jarðsprengju við landamæri Myanmar, en verið var að nota hann í skógarhöggsvinnu. Vinnufílum í Taílandi hefur á rúmlega 30 árum fækkað úr tíu þúsund niður í tvö þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×