Erlent

Flytja grafir gyðinga

Ísraelski herinn hófst í gær handa við að grafa upp 48 grafir gyðinga á Gaza-svæðinu. Hinir látnu verða síðan fluttir til Ísrael og jarðsettir á ný. Þetta er hluti af brottflutningi landtökumanna af Gaza en vika er liðin frá því að lokið var við að rýma 21 byggð landtökumanna á Gaza-svæðinu. Gert er ráð fyrir að mannlegar leifar hinna látnu gyðinga verði jarðsettar sama dag og þær eru teknar upp en aðgerðinni á að ljúka í lok vikunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×