Erlent

Kjötkveðjuhátið í Notting Hill

Kjötkveðjuhátíðin í Notting Hill í Lundúnum hófst í morgun og er búist við því að milljónir taki þátt í gleðinni um helgina. Hátíðin var fyrst haldin 1964, en var þá mestmegnis fyrir börn. Stáltunnusveit frá Trinidad hélt þá uppi gleðinni og enn þann dag í dag hefst hátíðin með stáltunnileik. Það er þó ekki fyrr en á morgun sem stemningin nær hámarki og stendur fram á mánudag, þegar karabísk hátíð verður samtímis í Hyde Park.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×