Erlent

Stoltenberg sækir á

Verkamannaflokkur Jens Stoltenberg eykur enn á forskot sitt í aðdraganda norsku þingkosninganna 12 september. Hann mælist nú með nær 35 prósent atkvæða. Næst stærsti flokkur Noregs virðist vera Framfaraflokkur Carl Hagen sem fengi ríflega tuttugu prósent ef gengi yrði til kosinga nú. Kristilegi þjóðarflokkurinn, flokkur forsætisráðherrans Kjell Magne Bondevik, tapar hins vegar enn fylgi og mælist nú með rétt rúm fimm prósent atkvæða en fékk ríflega tólf prósent í síðustu þingkosningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×