Erlent

Eldsvoði í París

Sautján létust og minnst þrjátíu slösuðust í miklum eldsvoða sem kom upp í sex hæða íbúðarhúsi í París, höfuðborg Frakklands í nótt. Íbúarnir í húsinu voru allir afrískir innflytjendur, og meira en helmingur þeirra sem létust í eldinum voru börn. Að sögn vitna hentu margir íbúanna sér út um glugga þegar þeir sáu engan annan kost í stöðunni. Eldurinn kviknaði laust eftir miðnætti í stigagangi hússins, sem er í suðausturhluta borgarinnar. Meira en tvö hundruð slökkviliðsmenn komu strax á vettvang og það tók þá um eina og hálfa klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Í morgunsárið var samt enn mikill reykur í húsinu, en tekist hafði að rýma allar íbúðirnar. Orsakir eldsins eru enn ókunnar, en rannsókn málsins stendur yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×