Erlent

Óljóst með stjórnarskrá Íraks

Enn er ekki ljóst hvort samkomulag hafi náðst um stjórnarskrá Íraks. Fulltrúar sjíta og Kúrda voru búnir að koma sér saman um öll aðalatriði, þar á meðal að Írak skyldi verða sambandsríki. Súnnítar hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni aldrei samþykkja það fyrirkomulag svo stálin stinn hafa mæst undanfarna daga þar sem stjórnarskrárnefndin hefur reynt að ná samkomulagi. Kjósa átti um bráðabirgðastjórnarskrá á þinginu í kvöld. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður svo um stjórnarskrána í október, að því gefnu að samkomulag náist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×