Erlent

Píanómaðurinn sagður geðsjúkur

Píanómaðurinn svonefndi, sem fannst á gangi á strönd í Kent á Englandi fyrir fjórum mánuðum, á við geðsjúkdóm að stríða og gerði sér ekki upp sjúkdómseinkenni. Þetta segja lögmenn mannsins sem þagði í fjóra mánuði áður en hann rauf loks þögnina síðastliðinn föstudag og sagðist vera Þjóðverji. Hann var útskrifaður af geðsjúkrahúsi á Englandi og fór til Þýskalands á laugardag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×