Innlent

Eldra fólk velkomið

"Fyrst og fremst er auglýst eftir kennurum til starfa," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. "Ef ekki tekst að fá kennara í öll störf verður hins vegar að ráða leiðbeinendur, og ég veit ekki annað en öllum sé frjálst að sækja um þau störf óháð aldri." Mikil mannekla hefur orðið til þess að hugmyndum um að ráða eldra fólk til starfa á leikskólum hefur verið velt upp. Össur Skarphéðinsson alþingismaður ritaði grein þess efnis á heimasíðu sína auk þess sem sviðsstjóri Menntasviðs og formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar hafa bæði orðað hugmyndir í þessa veru í fjölmiðlum. "Aldur skiptir ekki höfuðmáli ef fólk hefur áhuga á því að starfa á leikskólum og hefur þar eitthvað til brunns að bera," segir Björg. "Ég er viss um að umsóknir eru skoðaðar með jákvæðum huga sama hvaða aldurshópur á í hlut, þó að auðvitað sé ekki alveg allra að starfa á leikskólum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×