Innlent

Íslendingar með vöktunaræði

Forstjóri Persónuverndar mun bera það upp á næsta stjórnarfundi stofnunarinnar hvort skoða eigi notkun eftirlitsmyndavéla í landinu. Forstjórinn segir vöktunaræði hafa gripið Íslendinga. Upp á síðkastið hefur kvörtunum vegna eftirlitsmyndavéla fjölgað mikið hjá Persónuvernd. Sigrún Jóhannesdóttir forstjóri stofnunarinnar telur að alltof margar vélar séu í notkun. Sigrún segir að um sprengingu sé að ræða og að ástandinu megi líkja við vöktunaræði. Hún sagði vöktunarmyndavélar vera í næstum hverri einustu sjoppu og á hverju horni.  Aðspurð að því hvort að persónuvernd myndi skoða öll mál þar sem vöktun fer fram sagði hún stofnunina ekki hafa neina burði til þess. En fyrstu árin urðu menn að senda inn tilkynningar um þessar vélar en vélar sem eru settar upp í eignavörslu og öryggisskyni.    Sigrún segir að það verði rætt innan stofnunarinnar hvort farið verði að skoða hvort eftirlitsmyndvélar séu löglegar en sérstakt skilti þarf að setja upp þar sem fram kemur að verið sé að vakta svæðið. Hún sagðist myndu bera það upp á næsta fundi stofnunarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×