Innlent

Bannað að flytja inn frá Taílandi

Umhverfisráðuneytið hefur tímabundið bannað innflutning á ákveðnum tegundum fersks og frosin grænmetis frá Taílandi. Um er að ræða nokkrar ferskar kryddjurtir, bananalauf, bambuslauf, rætur og aspas. Ákvörðunin kemur í kjölfar salmonellumengunar í vörunum. "Innflutningur á þessum vörum er þó heimill ef innflytjandi framvísar vottorði frá viðurkenndri rannsóknastofu til Umhverfisstofnunar um að varan innihaldi ekki salmonellu og að örveruástand hennar sé að öðru leyti ásættanlegt," segir í tilkynningu umhverfisráðuneytisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×