Sex hundruð börn á biðlista 22. ágúst 2005 00:01 Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni. "Velmegun í þjóðfélaginu og lág laun leiða til þess að erfitt reynist að fá fólk í þessi störf," segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íþrótta- og tómstundaráði. Sigrún kveðst þó þokkalega bjartsýn á að takist að manna störfin en erfitt sé að segja til um hversu langan tíma það taki. "Vonandi tekst það þó að stórum hluta fyrstu tvær vikur skólastarfsins," segir hún. Reykjavíkurborg auglýsti um helgina eftir fólki með reynslu og höfðaði þar til eldra fólks. Sigrún kveðst hafa orðið vör við nokkra svörun við auglýsingunni og vonar að í kjölfarið takist að ráða fleira starfsfólk til frístundaheimilanna. "Það gekk betur að ráða fólk síðastliðið haust en ég held að þetta muni að lokum skila sér," segir Sigríður Rut Hilmarsdóttir, umsjónarmaður frístundaheimilis Melaskóla. Þar eru tæplega fimmtíu börn á biðlista eftir plássi og umsóknir enn að berast. Tólf börn eru á hvern starfsmann og býst Sigríður við að ráða þurfi fimm til sex starfsmenn til viðbótar þeim sem þegar starfa við heimilið. Í Kópavogi hefur reynst erfitt að manna leikskóla, líkt og í Reykjavík, en þar eru um 25 stöðugildi laus að sögn Sesselju Hauksdóttur leikskólafulltrúa. Sextán leikskólar starfa í Kópavogi og þar dvelja daglega yfir 1500 börn. "Ef ekki tekst að ráða í þessi stöðugildi er augljóst að við þurfum að draga úr eða fresta inntöku barna sem áttu að fá inni á leikskólunum nú í haust," segir Sesselja. "Við sjáum ekki fram á að þurfa að grípa til annarra ráðstafana í bili og vonumst til þess að úr leysist á næstu dögum." Fréttir Innlent Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Sex hundruð börn eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum grunnskóla Reykjavíkurborgar vegna manneklu. Um níutíu starfsmenn á frístundaheimilunum, en starfrækt eru 32 frístundaheimili við jafnmarga grunnskóla í borginni. "Velmegun í þjóðfélaginu og lág laun leiða til þess að erfitt reynist að fá fólk í þessi störf," segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íþrótta- og tómstundaráði. Sigrún kveðst þó þokkalega bjartsýn á að takist að manna störfin en erfitt sé að segja til um hversu langan tíma það taki. "Vonandi tekst það þó að stórum hluta fyrstu tvær vikur skólastarfsins," segir hún. Reykjavíkurborg auglýsti um helgina eftir fólki með reynslu og höfðaði þar til eldra fólks. Sigrún kveðst hafa orðið vör við nokkra svörun við auglýsingunni og vonar að í kjölfarið takist að ráða fleira starfsfólk til frístundaheimilanna. "Það gekk betur að ráða fólk síðastliðið haust en ég held að þetta muni að lokum skila sér," segir Sigríður Rut Hilmarsdóttir, umsjónarmaður frístundaheimilis Melaskóla. Þar eru tæplega fimmtíu börn á biðlista eftir plássi og umsóknir enn að berast. Tólf börn eru á hvern starfsmann og býst Sigríður við að ráða þurfi fimm til sex starfsmenn til viðbótar þeim sem þegar starfa við heimilið. Í Kópavogi hefur reynst erfitt að manna leikskóla, líkt og í Reykjavík, en þar eru um 25 stöðugildi laus að sögn Sesselju Hauksdóttur leikskólafulltrúa. Sextán leikskólar starfa í Kópavogi og þar dvelja daglega yfir 1500 börn. "Ef ekki tekst að ráða í þessi stöðugildi er augljóst að við þurfum að draga úr eða fresta inntöku barna sem áttu að fá inni á leikskólunum nú í haust," segir Sesselja. "Við sjáum ekki fram á að þurfa að grípa til annarra ráðstafana í bili og vonumst til þess að úr leysist á næstu dögum."
Fréttir Innlent Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira