Innlent

Hefur störf í vetur

Sigrún Stefánsdóttir, sem ráðin var dagskrárstjóri Rásar 2 og forstöðumaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins, tekur ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi 1. nóvember. Hún mun þó hefja störf fyrir áramót. Áður en Sigrún hefur störf, lýkur hún sínu núverandi starfi og sér um upplýsingastarf fyrir Norðurlandaráðsþing, sem Ísland er nú í formennsku fyrir, en þingið verður haldið í lok október. Nokkrir fundir eru fyrirhugaðir, áður en Sigrún flytur heim frá Danmörku og fundar hún meðal annars með starfsmönnum Rásar 2 í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×