Innlent

Viðar ráðinn framkvæmdastjóri RA

Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar hefur ráðið Viðar Hreinsson bókmenntafræðing framkvæmdastjóra félagsins. Hann tekur við starfinu 1. september næstkomandi af Ernu Indriðadóttur sem hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ReykjavíkurAkademíunni. Viðar Hreinsson nam bókmenntir við Háskóla Íslands og Hafnarháskóla þaðan sem hann lauk mag art prófi árið 1989. Viðar hefur verið félagi og haft aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni frá upphafi og sat í stjórn félagsins á árunum 1998-2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×