Erlent

Kynþáttafordómar dýraverndarsinna

Dýraverndarsamtökin PETA hafa ákveðið að endurskoða auglýsingaherferð sína eftir að mannréttindafrömuðir kvörtuðu undan því að þær bæru keim kynþáttafordóma. Í einni auglýsingunni í herferð sem ber heitið Frelsun dýranna eru settar saman myndir af þeldökkum einstaklingum og fílum í keðjum svo dæmi sé tekið, í annarri auglýsingu er ein mynd þar sem þeldökkur baráttumaður fyrir mannréttindum er sýndur barinn við afgreiðsluborð og önnur þar sem selur er barinn til ólífis. Auglýsingarnar eiga að jafna illri meðferð á dýrum við þrælahald en forystumenn mannréttindasamtaka segja lítið gert úr þjáningum þræla og að raun opinberi auglýsingarnar kynþáttafordóma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×