Innlent

Atvinnuleysi minnkar áfram

Í júlí voru að meðaltali 3.135 manns á atvinnuleysisskrá sem jafngildir 2 prósenta atvinnuleysi. Það er 0,1 prósentustigi lægra hlutfall en í fyrri mánuði en atvinnuleysi dregst jafnan saman milli júní og júlí. Á sama tíma í fyrra mældist atvinnuleysi 3 prósent og hefur atvinnuleysi því dregist saman um 1 prósentustig milli ára sem er töluverð breyting. Atvinnulausum fækkaði þannig að meðaltali um 3,3 prósent milli mánaða eða um 107 manns og um 33 prósent milli ára eða um 1.577 manns. Spá Vinnumálastofnunar hljóðar upp á 1,8-2,2 prósenta atvinnuleysi í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×