Erlent

Ísbjörn synti 100 km á sólarhring

Vísindamenn hafa nú í fyrsta skipti fylgst með því þegar bjarndýr synti um 100 kílómetra í einni lotu á um það bil sólarhring. Vitað var að birnir ferðast þúsundir kílómetra á ári í fæðuleit en hins vegar var ekki vitað að þeir væru jafn mikilir sundgarpar og raun ber vitni. Það voru norskir vísindamenn á eynni Spitzbergen sem komu fyrir sendi á birnu nokkurri, sem sýndu hvenær hún var á sundi í söltum sjónum og hvenær hún var á göngu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×