Innlent

Sigrún hættir hjá RKÍ eftir 15 ár

Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur sagt starfi sínu lausu eftir 15 ára starf hjá félaginu, þar af 12 ár sem framkvæmdastjóri. Rauði krossinn kveður Sigrúnu með söknuði og þakklæti og þakkar henni frábær störf í gegnum árin. Staða framkvæmdastjóra verður auglýst á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×