Innlent

Kannar lagaheimildir SMÁÍS og Sky

Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna hvort Samtök myndrétthafa á Íslandi og Sky-sjónvarpsstöðin hafi lagalegar heimildir til að loka á öll viðskipti þar sem greitt er með íslenskum greiðslukortum. Neytendasamtökin segja ljóst að með þessum aðgerðum sé mörgum heimilum gert að kaupa þjónustu, þar á meðal enska boltann, á hærra verði en þau þurfa nú að gera. Þau efast um lagalegar heimildir fyrir aðgerðinni og benda á að dregið sé úr samkeppni og þjónustu við íslenska neytendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×