Erlent

Norska stjórnin tapar fylgi

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír, Íhaldsflokkurinn, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir, fengju aðeins 44 þingsæti, eða 27,4 prósent atkvæða. Í þingkosningunum 2001 fengu flokkarnir þrír samtals 30,7 prósent atkvæða. Vinstri flokkarnir þrír, sem líklegastir þykja til þess að mynda saman vinstristjórn, Verkamannaflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkurinn, fá meirihluta þingsæta samkvæmt könnuninni, eða 93 þingmenn af 169. Samkvæmt könnuninni fengju þeir 51,6 prósent atkvæða. Verkamannaflokkurinn nýtur mesta fylgis samkvæmt könnuninni, eða 26,9 prósent. Næst stærstur er Sósíalistaflokkurinn með um 18 prósenta fylgi og Framfaraflokkurinn, flokkur öfgasinnaðra hægrimanna, er þriðji stærsti flokkur Noregs samkvæmt könnuninni með 17,4 prósenta fylgi. Formaður Framfaraflokksins, Carl I. Hagen, hefur nýverið sagt að hann myndi ekki ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Kjell Magne Bondevik, núverandi forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×