Erlent

Stoltenberg vísar gagnrýni á bug

Jens Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, vísar á bug skoðun Ingu Lønning, þingmanns Íhaldsflokksins, um að vinstriflokkarnir gætu aldrei komið sér saman um ríkisstjórnarsamstarf vegna ágreinings um utanríkismál. "Íhaldsmenn reka neikvæða kosningabaráttu og setja fram rangar staðhæfingar," sagði Stoltenberg í samtali við Aftenposten. Öllum mætti vera ljóst að hornsteinn utanríkisstefnu hugsanlegrar vinstristjórnar yrði áframhaldandi vera í Atlanthafsbandalaginu og Evrópska efnahagssvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×