Innlent

Vilja taka strax á strætóvanda

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram tillögu um nýja leiðakerfið í borgarráði í gær. Þar kemur fram áskorun um að þegar fari fram ítarleg úttekt á kerfinu. Markmið hennar sé að athuga hvort það sé "á vetur setjandi" í ljósi þeirrar þjónustuskerðingar sem fjölmargir strætisvagnafarþegar hafði orðið fyrir með gildistöku þess. Meta þurfi hvort gamla kerfið verði tekið upp umsvifalaust, meðan unnið verði að endurbótum á því nýja með markvissum vinnubrögðum og í raunverulegu samráði við notendur. Markmið tillögunnar sé að halda í viðskiptavini Strætó bs. og lágmarka skaðann sem almenningssamgöngur í Reykjavík hafi orðið fyrir. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum R-lista gegn 3 atkvæðum sjálfstæðismanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×