Erlent

Geðlyfjaneysla mest í Köben

Íbúar Kaupmannahafnar nota helmingi meira af svefn- og geðlyfjum en íbúar Borgundarhólms og danskar konur neyta helmingi meira af sömu lyfjum en karlar. Þetta sýnar tölur Apótekarafélags Danmerkur, en greint er frá þeim í danska blaðinu Politiken. Minnst var notað af svefn- og geðlyfjum á Borgundarhólmi og í Fredriksborg og Árósum en hins vegar reyndist geðheilsan verst meðal íbúa í Fredriksberg, Kaupmannahöfn, Storstöm og Ribe, en þar var meðalneyslan ríflega 20 dagskammtar á íbúa í fyrra. Þá leiddu tölurnar einnig í ljós að danskir karlmenn nota að meðaltali 12,7 dagskammta af svefn- eða geðlyfjum á ári en konur hins vegar 23,4.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×