250 lán veitt til listaverkakaupa 11. ágúst 2005 00:01 KB banki hóf að veita vaxtalaus lán til listaverkakaupa á menningarnótt á síðasta ári. Lánin eru veitt í samstarfi bankans, menningarráðs Reykjavíkur, sextán listgallería og viðkomandi listamanna. "Við erum afar ánægð með viðtökurnar og höfum afgreitt fjölmörg lán," segir Þóra Briem, starfsmaður KB banka, en hún annast lánveitingarnar fyrir hönd bankans. Hægt er að fá lán frá 36.000 krónum og upp í 600.000 og þarf listaverkakaupandinn að greiða út tíu prósent kaupverðs. Afganginn lánar bankinn vaxtalaust til allt að þriggja ára. "Við höfum veitt lán frá 50.000 krónum og upp í hámarkið en flest lánin eru upp á 200 til 300.000 krónur," segir Þóra sem hefur ekki nýtt sér listaverkalánin sjálf. KB banki hefur heimild til að sækja listaverkið standi kaupandi ekki í skilum en aldrei hefur komið til þess. Lántakendur eru enda valdir af kostgæfni, farið er yfir skuldaskilasögu fólks og sé það á vanskilaskrá er umsóknum hafnað. Þóra þarf ekki að setja sig í listfræðilegar stellingar þegar fólk óskar eftir láni, bankinn lætur galleríunum eftir að meta hvort um viðurkennda list er að ræða eður ei. Fyrirmynd listaverkalánanna er finnsk og er Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi frumkvöðull lánveitinganna hér á landi. Sá hann fyrir sér að með þeim væri hægt að styrkja listalífið í landinu. Er það eflaust raunin enda hafa um 250 listaverk verið keypt síðasta árið í krafti lánanna. Þóra segir lántakendur vera á öllum aldri og í viðskiptum við alla banka landsins og að auki greinilegt að smekkur þeirra fyrir listum sé af öllum toga. Fréttir Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira
KB banki hóf að veita vaxtalaus lán til listaverkakaupa á menningarnótt á síðasta ári. Lánin eru veitt í samstarfi bankans, menningarráðs Reykjavíkur, sextán listgallería og viðkomandi listamanna. "Við erum afar ánægð með viðtökurnar og höfum afgreitt fjölmörg lán," segir Þóra Briem, starfsmaður KB banka, en hún annast lánveitingarnar fyrir hönd bankans. Hægt er að fá lán frá 36.000 krónum og upp í 600.000 og þarf listaverkakaupandinn að greiða út tíu prósent kaupverðs. Afganginn lánar bankinn vaxtalaust til allt að þriggja ára. "Við höfum veitt lán frá 50.000 krónum og upp í hámarkið en flest lánin eru upp á 200 til 300.000 krónur," segir Þóra sem hefur ekki nýtt sér listaverkalánin sjálf. KB banki hefur heimild til að sækja listaverkið standi kaupandi ekki í skilum en aldrei hefur komið til þess. Lántakendur eru enda valdir af kostgæfni, farið er yfir skuldaskilasögu fólks og sé það á vanskilaskrá er umsóknum hafnað. Þóra þarf ekki að setja sig í listfræðilegar stellingar þegar fólk óskar eftir láni, bankinn lætur galleríunum eftir að meta hvort um viðurkennda list er að ræða eður ei. Fyrirmynd listaverkalánanna er finnsk og er Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi frumkvöðull lánveitinganna hér á landi. Sá hann fyrir sér að með þeim væri hægt að styrkja listalífið í landinu. Er það eflaust raunin enda hafa um 250 listaverk verið keypt síðasta árið í krafti lánanna. Þóra segir lántakendur vera á öllum aldri og í viðskiptum við alla banka landsins og að auki greinilegt að smekkur þeirra fyrir listum sé af öllum toga.
Fréttir Innlent Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Sjá meira