Innlent

Bílddælingar dæla kalkþörungi

Sanddæluskipið Perla kom drekkhlaðið af kalkþörungi í gærkvöld að Bíldudalshöfn en fyrirhugað er að kalkþörungarverksmiðja hefji starfsemi sína í bænum á næsta ári. Þessi fyrsti farmur er þó einskonar sýnishorn sem síðan verður sendur óunninn til skoðunar í kalkþörungarverksmiðju á Írlandi. Lagnir og dælur verksmiðjunnar á Bíldudal voru prófaðar í gærmorgun að sögn Smára Bents Jóhannssonar hafnarvarðar og að því loknu hélt Perla út á Arnarfjörð á eftir kalkþörungi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×