Innlent

Syntu í land

Fjórir erlendir menn syntu í land eftir að bifreið þeirra hafnaði utan vegar og ofan í Jökulsá á Fljótsdal við Hvammsmela í Fljótsdal laust eftir hádegi í gær. Mennirnir eru starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri og voru við störf á virkjanasvæði í dalnum. Mennirnir hlutu einungis minniháttar meiðsl og tókst sjálfum að synda að bakka að sögn lögreglu á Egilsstöðum. Bifreiðin er hins vegar á kafi í ánni og sést einungis móta fyrir loftneti á þaki hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×