Erlent

30 drukknuðu á Indlandi

Óttast er að 30 manns á Suður-Indlandi hafi drukknað þegar dráttarvélarvagn sem fólkið var á féll ofan í djúpan áveituskurð. Tíu komust lífs af í slysinu en björgunarmenn fundu 15 lík föst undir vagninum. Talið er að vatnsflaumurinn í skurðinum hafi borið lík hinna 15 niður eftir honum og hafa hlerar við enda skurðsins verið dregnir saman svo líkunum skoli ekki á haf út. Fólkið var á leið heim úr brúðkaupi þegar slysið varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×