Árásarinnar á Hiroshima minnst 6. ágúst 2005 00:01 Japanar minntust þess í gær að 60 ár eru liðin frá því að fyrsta kjarnorkusprengjan, sem notuð var í hernaði, sprakk yfir borginni Hiroshima. Klukkan 8.15, þann 6. ágúst árið 1945, varpaði bandaríska herflugvélin Enola Gay sprengjunni á borgina. Hún sprakk um hálfum kílómetra fyrir ofan hana með þeim afleiðingum að 140 þúsund manns létust og borgin varð ein rjúkandi rúst. Alls bjuggu 350 þúsund manns í borginni á þessum tíma. Þremur dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn annarri kjarnorkusprengju á borgina Nagasaki með þeim afleiðingum að um 80 þúsund manns létust. 15. ágúst árið 1945 gáfust Japanar upp og seinni heimsstyrjöldinni var þar með lokið. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ávarpaði um 55 þúsund manns sem tóku þátt í minningarathöfinni í gær. Hann vottaði hinum látnu virðingu sína og sagði Japana ætla að vera leiðandi afl í baráttunni gegn kjarnorkuhernaði. Tadatoshi Akiba, borgarstjóri Hiroshima, var ómyrkur í máli. Hann bað kjarnorkuveldin að eyða vopnum sínum. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum helst gegn Bandaríkjamönnum og Rússum sem hann sagði vera að stofna mannlegri tilveru í hættu með stefnu sinni í kjarnorkumálum. Gærdagurinn var tilfinningaþrunginn í Hiroshima. Fjöldi friðarsinna hrópaði slagorð gegn kjarnorkuveldunum. Eitt þúsund friðardúfum var sleppt við Atómhvelfinguna svokölluðu, en það er bygging sem lagðist í rúst við sprenginguna og hefur verið varðveitt þannig. Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá fleyttu tugir þúsunda manna ljóskerjum eftir á sem rennur í gegnum borgina. Ljóskerin eiga að tákna sálir þeirra sem létust í sprengingunni. Þótt talið sé að um 140 þúsund manns hafi látist strax eða nokkrum mánuðum eftir að sprengingin varð er tala fórnarlambanna mun hærri í dag. Japönsk stjórnvöld telja nú að ríflega 240 þúsund manns hafi látist vegna sprengingarinnar. Á hverju ári bætist við þessa tölu því þeir sem látast, til dæmis, af völdum krabbameins sem rekja má til geislavirkninnar sem varð þegar sprengjan sprakk, eru taldir til fórnarlamba árásarinnar. Í dag búa nærri þrjár milljónir manna í Hiroshima. Erlent Fréttir Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Japanar minntust þess í gær að 60 ár eru liðin frá því að fyrsta kjarnorkusprengjan, sem notuð var í hernaði, sprakk yfir borginni Hiroshima. Klukkan 8.15, þann 6. ágúst árið 1945, varpaði bandaríska herflugvélin Enola Gay sprengjunni á borgina. Hún sprakk um hálfum kílómetra fyrir ofan hana með þeim afleiðingum að 140 þúsund manns létust og borgin varð ein rjúkandi rúst. Alls bjuggu 350 þúsund manns í borginni á þessum tíma. Þremur dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn annarri kjarnorkusprengju á borgina Nagasaki með þeim afleiðingum að um 80 þúsund manns létust. 15. ágúst árið 1945 gáfust Japanar upp og seinni heimsstyrjöldinni var þar með lokið. Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ávarpaði um 55 þúsund manns sem tóku þátt í minningarathöfinni í gær. Hann vottaði hinum látnu virðingu sína og sagði Japana ætla að vera leiðandi afl í baráttunni gegn kjarnorkuhernaði. Tadatoshi Akiba, borgarstjóri Hiroshima, var ómyrkur í máli. Hann bað kjarnorkuveldin að eyða vopnum sínum. Í ræðu sinni beindi hann spjótum sínum helst gegn Bandaríkjamönnum og Rússum sem hann sagði vera að stofna mannlegri tilveru í hættu með stefnu sinni í kjarnorkumálum. Gærdagurinn var tilfinningaþrunginn í Hiroshima. Fjöldi friðarsinna hrópaði slagorð gegn kjarnorkuveldunum. Eitt þúsund friðardúfum var sleppt við Atómhvelfinguna svokölluðu, en það er bygging sem lagðist í rúst við sprenginguna og hefur verið varðveitt þannig. Byggingin er á heimsminjaskrá UNESCO. Þá fleyttu tugir þúsunda manna ljóskerjum eftir á sem rennur í gegnum borgina. Ljóskerin eiga að tákna sálir þeirra sem létust í sprengingunni. Þótt talið sé að um 140 þúsund manns hafi látist strax eða nokkrum mánuðum eftir að sprengingin varð er tala fórnarlambanna mun hærri í dag. Japönsk stjórnvöld telja nú að ríflega 240 þúsund manns hafi látist vegna sprengingarinnar. Á hverju ári bætist við þessa tölu því þeir sem látast, til dæmis, af völdum krabbameins sem rekja má til geislavirkninnar sem varð þegar sprengjan sprakk, eru taldir til fórnarlamba árásarinnar. Í dag búa nærri þrjár milljónir manna í Hiroshima.
Erlent Fréttir Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira