Erlent

Óeirðir í Súdan

Óeirðir hafa breiðst út í Khartoum, höfuðborg Súdan, eftir að varaforseti landsins, John Garang, lést þegar þyrla hans hrapaði á mánudaginn. Fréttavefur BBC segir að 84 hafi látist og yfir 800 hafi særst í átökunum, sem eru þau mestu í landinu um árabil. Yfirvöld víða um heim hafa varað fólk við að ferðast til landsins. Garang hafði árum saman verið uppreisnarleiðtogi, en fyrir þremur vikum hafði hann skrifað undir friðarsamkomulag, sem batt enda á yfir tuttugu ára átök milli sunnan- og norðanmanna, og tekið við varaforsetaembættinu. Stjórnvöld í Súdan hafa skipað rannsóknarnefnd sem á að rannsaka þyrluhrapið og eiga fulltrúar fyrrum uppreisnarmanna að eiga fulltrúa. Arftakar Garang í hreyfingu hans hafa ásamt stjórnvöldum reynt að róa menn niður og vilja halda friðarferlinu áfram. Einnig hafa verið átök í borginni Jiba í suðurhluta landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×