Erlent

Verkefnin of mörg

Eftirlitsmaður lögreglunnar í London segir að verkefni lögreglunnar í borginni séu orðin of viðamikil, eftir hryðjuverkaárásina fyrir tæpum mánuði síðan. Fjöldi lögreglumanna hefur unnið lengri vinnudaga og fengið færri frídaga en vanalegt er, þúsundir lögreglumanna hafa verið staðsettir á lestarstöðum og hafa því ekki getað sinnt reglubundnum verkefnum. Þá hefur tilkynningum fjölgað um varhugaverða pakka og töskur sem lögreglan þarf að rannsaka vegna ótta um að þar leynist sprengjur. Eftirlitsmaður lögreglunnar segir tímabært að kanna hvort almennir borgarar geti sinnt einhverjum af þessum störfum lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×