Erlent

Talin hafa myrt níu börn sín

39 ára þýsk kona var handtekin í gær grunuð um að hafa orðið níu börnum sínum að bana. Lík níu barna fundust í garði húss í Brieskow-Finkenheerd, þýsku þorpi nærri landamærunum að Póllandi, á sunnudag. Líkin eru talin vera af börnum sem hafi fæðst á árunum 1998 til 2004 og látist skömmu eftir fæðingu. Konan er talin vera móðir barnanna og grunuð um að hafa orðið þeim að bana. Lögregla með leitarhunda leitaði í garði konunnar í gær til að athuga hvort fleiri lík væru í garðinum. Fleiri lík af börnum hafa fundist í Þýskalandi undanfarið, tvö í síðustu viku og eitt í júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×