Erlent

Bandaríkjastjórn fækkar í herliðum

Bandaríkjamenn hyggjast fækka stórlega í herliði sínu í Írak á næstunni. Fyrir mitt ár 2006 á að fækka hermönnum þar niður í áttatíu þúsund og fyrir lok sama árs vonast varnarmálaráðuneytið í Washington til þess að aðeins verði á milli fjörutíu og sextíu þúsund bandarískir hermenn eftir í Írak. Þetta er í samræmi við leyniskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins sem lekið var fyrir rúmum mánuði, en samkvæmt henni á alls að fækka í alþjóðaherliðinu úr hundrað sjötíu og sex þúsund hermönnum í sextíu og sex þúsund 2006. Lengi vel miðuðu bandarísk stjórnvöld við að kveða yrði niður uppreisnina í landinu áður en hægt yrði að kalla heim hermenn, en nú er komið annað hljóð í strokkinn. Nú segja talsmenn bandaríkjastjórnar að aðeins verði hægt að kveða niður uppreisnina með pólitískum ráðum, sem sé þá verkefni ríkisstjórnar Íraks



Fleiri fréttir

Sjá meira


×