Innlent

Tekinn með hundrað grömm

Maður um sextugt var handtekinn þegar hann ætlaði sér um borðu í Herjólf í fyrrakvöld en hann var með hundrað grömm af fíkniefnum innanklæda. Þar af voru 70 grömm af hvítu efni sem líklega mun vera amfetamín að sögn lögreglunar á Selfossi og 30 grömm af hassi. Ef tekið er mið af verðkönnunum SÁÁ má áætla að götuverð fíkniefnanna sé tæpar 400 þúsund krónur. Í framhaldi gerði lögreglan í Reykjavík húsleit í íbúð mannsins og þar fannst lítilræði af fíkniefnum og viðurkenndi maður einn sem staddur var í íbúðinni að hann ætti efnin. Lögreglan á Selfossi er með mikinn viðbúnað við höfnina í Þorlákshöfn og nýtur hún liðsfylgis tollgæslunnar. Þrjú önnur mál hafa komið þar upp og hefur verið lagt hald á lítilræði af kanabisefnum og amfetamíni. Lögreglan í Vestmannaeyjum situr heldur ekki aðgerðarlaus því hún gómaði fjóra menn í gær sem stigu til lands úr Herjólfi með eitthvert magn fíkniefna í fórum sínum. Þeir voru í haldi lögreglu þegar Fréttablaðið fór í prentun. Mikill viðbúnaður er einnig á Akureyri og þar þefa fíkniefnahundar einnig eftir fíkniefnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×