Þrjátíu flóttamenn til Reykjavíkur 25. júlí 2005 00:01 Undirbúningur fyrir komu 31 flóttamanns hingað til lands stendur yfir og gengur vel að sögn Atla Viðars Thorstensen, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en vonast er til þess að fólkið komi áður en grunnskólar hefjast þann 22. ágúst. Flóttamannahópurinn samanstendur af 24 Kólumbíumönnum og sjö eru frá Kosovo. Um sjö fjölskyldur er að ræða og hafa nítján flóttamannanna ekki náð átján ára aldri. Einstaklingarnir sem hingað koma hafa þegar verið valdir í framhaldi af utanferð sendinefndar sem þar tók viðtöl við fólkið segir Atli. Allir flóttamennnirnir setjast að í Reykjavík og er þetta í fyrsta skipti í rúm 25 ár sem flóttamenn koma til Reykjavíkur að sögn Drífu Hrannar Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur með höndum að útvega fólkinu íbúðir auk þess að koma börnum fyrir í grunnskólum og leikskólum. "Undirbúningurinn gengur samkvæmt áætlun og við höfum í nógu að snúast," segir Drífa. Tekist hefur að finna húsnæði fyrir flestar fjölskyldnanna en reynt verður að koma þeim fyrir nærri Austurbæjarskóla til þess að börn og ungmenni eigi ekki langt að sækja í skóla. "Í hópnum frá Kólumbíu eru margar einstæðar mæður með mörg börn," segir Drífa. Reykjavíkurdeild Rauða krossins sér um að útvega fólkinu húsgögn og innbú að sögn Atla. Þá verður komið á fót sérstöku stuðningsmannakerfi og leiðbeina þrjár til fjórar stuðningsfjölskyldur hverri flóttamannafjölskyldu að komast inn í íslenskt samfélag. Flóttafólk hefur komið hingað til lands á hverju ári síðan árið 1996 með tveimur undantekningum. Atli segir fólkinu almennt hafa gengið vel að aðlagast samfélaginu og að nær allir hafi fasta atvinnu. Félagsmálaráðuneytið kostar verkefnið en kostnaður við flóttafólkið í ár nemur um 40 milljónum að því er fram kom í viðtali við Árna Gunnarsson, formann flóttamannaráðs, í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar í gær. Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Undirbúningur fyrir komu 31 flóttamanns hingað til lands stendur yfir og gengur vel að sögn Atla Viðars Thorstensen, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en vonast er til þess að fólkið komi áður en grunnskólar hefjast þann 22. ágúst. Flóttamannahópurinn samanstendur af 24 Kólumbíumönnum og sjö eru frá Kosovo. Um sjö fjölskyldur er að ræða og hafa nítján flóttamannanna ekki náð átján ára aldri. Einstaklingarnir sem hingað koma hafa þegar verið valdir í framhaldi af utanferð sendinefndar sem þar tók viðtöl við fólkið segir Atli. Allir flóttamennnirnir setjast að í Reykjavík og er þetta í fyrsta skipti í rúm 25 ár sem flóttamenn koma til Reykjavíkur að sögn Drífu Hrannar Kristjánsdóttur, verkefnisstjóra á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur með höndum að útvega fólkinu íbúðir auk þess að koma börnum fyrir í grunnskólum og leikskólum. "Undirbúningurinn gengur samkvæmt áætlun og við höfum í nógu að snúast," segir Drífa. Tekist hefur að finna húsnæði fyrir flestar fjölskyldnanna en reynt verður að koma þeim fyrir nærri Austurbæjarskóla til þess að börn og ungmenni eigi ekki langt að sækja í skóla. "Í hópnum frá Kólumbíu eru margar einstæðar mæður með mörg börn," segir Drífa. Reykjavíkurdeild Rauða krossins sér um að útvega fólkinu húsgögn og innbú að sögn Atla. Þá verður komið á fót sérstöku stuðningsmannakerfi og leiðbeina þrjár til fjórar stuðningsfjölskyldur hverri flóttamannafjölskyldu að komast inn í íslenskt samfélag. Flóttafólk hefur komið hingað til lands á hverju ári síðan árið 1996 með tveimur undantekningum. Atli segir fólkinu almennt hafa gengið vel að aðlagast samfélaginu og að nær allir hafi fasta atvinnu. Félagsmálaráðuneytið kostar verkefnið en kostnaður við flóttafólkið í ár nemur um 40 milljónum að því er fram kom í viðtali við Árna Gunnarsson, formann flóttamannaráðs, í Hádegisútvarpi Talstöðvarinnar í gær.
Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent