Erlent

Jarðskjálfti í Indlandshafi

Gríðarlega öflugur jarðskjálfti, 7,2 á Richter, varð í dag við Níkóbar eyjar í Indlandshafi rétt austan við Taíland. Í Níkóbar eyjaklasanum eru um það bil fimm hundruð smáeyjar. Indversk stjórnvöld hafa staðfest að 3000 mann hafi látist þar í hamförunum á annan dag jóla. Flóðbylgjuaðvörun var gefin þegar í stað. Jarðskjálftinn varð um fjögurleytið, í dag, og ekki hefur enn komið nein flóðbylgja. Það er því litið svo á að mesta hættan sé liðin hjá, en menn eru samt á verði vegna hugsanlegra fleiri jarðskjálfta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×