Tryggingabætur öryrkja skerðast 13. október 2005 19:33 Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað. Guðni Sörensen fær rúmar níutíu þúsund í örorkubætur frá Lífeyrissjóðum og fjörutíu og sjö þúsund frá Tryggingastofnun. Þær upplýsingar fengust svo hjá stofnuninni að ef hann kysi að taka út tuttugu og fjögur þúsund í viðbótarlífeyrissparnað, myndi tekjutrygging hans frá Tryggingastofnun skerðast um fjörutíu og fimm prósent. Öll upphæðin er svo skattlögð að fullu. Hagnaðurinn af því að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn var því ekki nema fjögur þúsund krónur þegar upp var staðið. Guðni segir að að sínu mati sé þetta ekkert annað en þjófnaður. Guðni er vélvirki og rennismiður en stoðkerfi líkamans gaf sig fyrir ári síðan, tveimur árum áður en hann átti að fara á eftirlaun. Hann segir að ráðstöfunartekjur hans hafi lækkað um helming og hann hafi ætlað að grípa til þessa sparnaðar. Hann hafi hætt snarlega við það. Hann hafi einnig átt þess kost að vinna tvo til þrjá tíma á dag þrátt fyrir sjúkdóminn en vegna tekjutenginga sé ávinningurinn enginn. Hann kveðst ekki sjá neina ásæðu til að taka því fyrst farið sé svona með hann. Bára Snæfeld Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalagsins, segir allar viðbótartekjur skerða grunnbætur almannatrygginga, mismikið þó eftir tekjuflokkum. Fyrir þá sem hafi haft fyrirhyggju, eða haft það góðar tekjur að þeir gátu lagt til mögru áranna, sé staðan sú að þegar hlutbréf séu seld eða séreignarsjóðir nýttir sé það líka tekið sem tekjur sem skerði þá bæturnar enn meir. Bára segir að þetta kerfi sé mjög letjandi til sjálfsbjargar. Skerðingin sé það mikil að mjög fáar krónu skili sér í vasann Í allri umræðunni um að fjölgun öryrkja á Íslandi sé að sliga lífeyrissjóðina væri ekki úr vegi að líta til þess að kerfi, sem refsar þeim sem reyna að bæta stöðu sína með fyrirhyggju eða lágmarksatvinnuþátttöku, er kannski orðið úrelt. Það hlýtur að vera hagur allra að ýta undir sjálfsbjargarviðleitni þeirra sem standa höllum fæti. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað. Guðni Sörensen fær rúmar níutíu þúsund í örorkubætur frá Lífeyrissjóðum og fjörutíu og sjö þúsund frá Tryggingastofnun. Þær upplýsingar fengust svo hjá stofnuninni að ef hann kysi að taka út tuttugu og fjögur þúsund í viðbótarlífeyrissparnað, myndi tekjutrygging hans frá Tryggingastofnun skerðast um fjörutíu og fimm prósent. Öll upphæðin er svo skattlögð að fullu. Hagnaðurinn af því að taka út viðbótarlífeyrissparnaðinn var því ekki nema fjögur þúsund krónur þegar upp var staðið. Guðni segir að að sínu mati sé þetta ekkert annað en þjófnaður. Guðni er vélvirki og rennismiður en stoðkerfi líkamans gaf sig fyrir ári síðan, tveimur árum áður en hann átti að fara á eftirlaun. Hann segir að ráðstöfunartekjur hans hafi lækkað um helming og hann hafi ætlað að grípa til þessa sparnaðar. Hann hafi hætt snarlega við það. Hann hafi einnig átt þess kost að vinna tvo til þrjá tíma á dag þrátt fyrir sjúkdóminn en vegna tekjutenginga sé ávinningurinn enginn. Hann kveðst ekki sjá neina ásæðu til að taka því fyrst farið sé svona með hann. Bára Snæfeld Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Öryrkjabandalagsins, segir allar viðbótartekjur skerða grunnbætur almannatrygginga, mismikið þó eftir tekjuflokkum. Fyrir þá sem hafi haft fyrirhyggju, eða haft það góðar tekjur að þeir gátu lagt til mögru áranna, sé staðan sú að þegar hlutbréf séu seld eða séreignarsjóðir nýttir sé það líka tekið sem tekjur sem skerði þá bæturnar enn meir. Bára segir að þetta kerfi sé mjög letjandi til sjálfsbjargar. Skerðingin sé það mikil að mjög fáar krónu skili sér í vasann Í allri umræðunni um að fjölgun öryrkja á Íslandi sé að sliga lífeyrissjóðina væri ekki úr vegi að líta til þess að kerfi, sem refsar þeim sem reyna að bæta stöðu sína með fyrirhyggju eða lágmarksatvinnuþátttöku, er kannski orðið úrelt. Það hlýtur að vera hagur allra að ýta undir sjálfsbjargarviðleitni þeirra sem standa höllum fæti.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira