Friðsamleg mótmæli 19. júlí 2005 00:01 Þrettán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúka í dag. Vinna við stíflusvæðið lá niðri í tvær og hálfa klukkustund, þegar þeir hlekkjuðu sig við vörubíla og vinnuvélar. Þá lokuðu þeir aðalveginum frá vinnusvæðinu að steypustöðinni með því að leggja fólksbílum yfir þveran veginn. Átján manns, flestir útlendingar, fóru inn á stíflusvæðið í hádeginu í dag og stöðvuðu umferð að svæðinu í mótmælaskyni við framkvæmdirnar. Þeir hengdu borða á vinnuvélar og bíla og reyndu að tefja starfsmenn frá því að komast til vinnu eftir hádegismat. Þegar komið var niður á vinnusvæðið sjálft gerðu fjórir mótmælendanna sér lítið fyrir og hlekkjuðu sig við vinnuvél og vörubíl, tveir við hvort tæki.Það féll illa í kramið hjá bílstjórunum og hugðist einn aka af stað með einn mótmælandann í eftirdragi en félögum hans tókst að stöðva hann í tæka tíð, áður en illa fór. Þá var bílum einnig lagt yfir þveran veginn að steypustöðinni, þannig að vörubílar komust hvorki að né frá stíflusvæðinu um töluverða stund. Tólf stórir vörubílar voru stopp lengi vel og komust hvorki lönd né strönd. Lögreglan á Egilsstöðum kom síðan á svæðið. Eftir árangurslausar tilraunir til að fá mótmælendur til að losa sig, gerðu lögreglumennirnir sig líklega til að klippa á hlekkina svo að vinna gæti hafist á ný. Ekki kom þó til þess, því að eftir nokkurt þref losuðu allir sig sjálfviljugir. Um klukkan hálf þrjú hafði lögreglu tekist að fá mótmælendurna til að hverfa burt án nokkurra átaka. Þrettán manns voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Kárahnjúka, þar sem teknar voru skýrslur og ljósrit af skilríkjum. Skömmu fyrir fréttir hafði öllum verið sleppt og mótmælendurnir aftur komnir í tjaldbúðirnar. Þeir ætla að halda áfram að mótmæla með sýnilegum hætti í allt sumar og beita til þess alls kyns aðferðum. ýmis mótmæli og kröfugöngur munu fara fram og ýmsum aðferðum beitt sagði einn mótmælandinn. Hún saðgi að þær yrðu allar friðsamlegar og færu fram út um allan heim. Og mótmælendurnir óttast hvorki handtökur né sektir, enda sé málstaðurinn svo mikilvægur að það sé þess virði að dúsa í steininum fyrir hann. Vinna við gangagerðina truflaðist ekkert í dag, enda beindust aðgerðirnar bara að stíflusvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort Impregilo ætlar að leggja fram kæru vegna vinnutapsins í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Þrettán mótmælendur voru handteknir við Kárahnjúka í dag. Vinna við stíflusvæðið lá niðri í tvær og hálfa klukkustund, þegar þeir hlekkjuðu sig við vörubíla og vinnuvélar. Þá lokuðu þeir aðalveginum frá vinnusvæðinu að steypustöðinni með því að leggja fólksbílum yfir þveran veginn. Átján manns, flestir útlendingar, fóru inn á stíflusvæðið í hádeginu í dag og stöðvuðu umferð að svæðinu í mótmælaskyni við framkvæmdirnar. Þeir hengdu borða á vinnuvélar og bíla og reyndu að tefja starfsmenn frá því að komast til vinnu eftir hádegismat. Þegar komið var niður á vinnusvæðið sjálft gerðu fjórir mótmælendanna sér lítið fyrir og hlekkjuðu sig við vinnuvél og vörubíl, tveir við hvort tæki.Það féll illa í kramið hjá bílstjórunum og hugðist einn aka af stað með einn mótmælandann í eftirdragi en félögum hans tókst að stöðva hann í tæka tíð, áður en illa fór. Þá var bílum einnig lagt yfir þveran veginn að steypustöðinni, þannig að vörubílar komust hvorki að né frá stíflusvæðinu um töluverða stund. Tólf stórir vörubílar voru stopp lengi vel og komust hvorki lönd né strönd. Lögreglan á Egilsstöðum kom síðan á svæðið. Eftir árangurslausar tilraunir til að fá mótmælendur til að losa sig, gerðu lögreglumennirnir sig líklega til að klippa á hlekkina svo að vinna gæti hafist á ný. Ekki kom þó til þess, því að eftir nokkurt þref losuðu allir sig sjálfviljugir. Um klukkan hálf þrjú hafði lögreglu tekist að fá mótmælendurna til að hverfa burt án nokkurra átaka. Þrettán manns voru handteknir og fluttir á lögreglustöðina við Kárahnjúka, þar sem teknar voru skýrslur og ljósrit af skilríkjum. Skömmu fyrir fréttir hafði öllum verið sleppt og mótmælendurnir aftur komnir í tjaldbúðirnar. Þeir ætla að halda áfram að mótmæla með sýnilegum hætti í allt sumar og beita til þess alls kyns aðferðum. ýmis mótmæli og kröfugöngur munu fara fram og ýmsum aðferðum beitt sagði einn mótmælandinn. Hún saðgi að þær yrðu allar friðsamlegar og færu fram út um allan heim. Og mótmælendurnir óttast hvorki handtökur né sektir, enda sé málstaðurinn svo mikilvægur að það sé þess virði að dúsa í steininum fyrir hann. Vinna við gangagerðina truflaðist ekkert í dag, enda beindust aðgerðirnar bara að stíflusvæðinu. Ekki liggur fyrir hvort Impregilo ætlar að leggja fram kæru vegna vinnutapsins í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira