Lífið

Latibær sýndur á aðal sýningartíma

Latibær verður sýndur á aðal sýningartíma, klukkan átta, á sjónvarpsstöðinni Nick Junior í Bandaríkjunum þann 15. ágúst næstkomandi. Þá verður einnig kynnt til sögunnar Sparta Stephanie en ekki hefur verið ákveðið hvort hún verði til frambúðar. Aðeins er þó um einn þátt að ræða sem sýndur verður á þessum tíma. Kjartan Már Kjartansson, aðstoðarmaður Magnúsar Scheving, segir ástæðuna vera að sjónvarpsstöðin vilji vekja athygli á vörumerkinu. Þegar þátturinn verður sýndur er eitt ár síðan Latibær fór fyrst í loftið í Bandaríkjunum. Kristján segir því um markaðsstarf vera að ræða og sé það sama gert með alla aðra þætti á stöðinni. Hann segir áhorf hafa verið mun meira og hafa náð til fleiri markhópa en gert var ráð fyrir í upphafi og vilja stjórnendur stöðvarinnar sjá hvort þátturinn nái til nógu margra svo hægt verði að hafa þáttinn á þessum tíma til frambúðar. Kjartan vill ekki segja að svo stöddu hvort Sparta Stephanie sé til frambúðar en íþróttaálfurinn mun taka sér frí þennan eina þátt sem hún verður en síðan koma aftur.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.