Erlent

Elsta panda í heimi dáin

Elsta panda í heimi er dáin, 36 ára að aldri en það jafngildir 108 mannsárum. Pandan hefur búið undanfarin tuttugu ár í dýragarði í suðurhluta Kína eða frá árinu 1985. Pandabirnir eru orðnir afar fáir, en aðeins er talið að 1600 pandabirnir séu eftir í öllum heiminum, en þar af eru 120 þeirra í dýragörðum víðs vegar um heiminn. Pandabirnir þykja of latir til að fjölga sér, en hver birna á að meðaltali einn hún á þriggja ára fresti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×