Erlent

Sjálfsmorðsárás í Ísrael

Átján ára gamall Palestínumaður framdi sjálfsmorðssprengjuárás utan við verslunarmiðstöð í bænum Netanía í gær. Tvær konur létust og þrjátíu særðust í árásinni. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin síðan vopnahlé var samþykkt fyrir fimm mánuðum. Enginn hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér en lögreglan segir árásarmanninn hafa verið liðsmann í samtökunum Heilagt stríð, en þau samtök eru aðili að vopnahléinu en segjast áskilja sér rétt til að svara árásum Ísraelsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×