Erlent

Viðskiptavinum vændiskvenna refsað

Páfagarður hvatti í gær til þess að lög yrðu sett um að viðskiptavinum vændiskvenna yrði refsað og að konur yrðu verndaðar frá nútíma þrælahaldi. Yfirlýsingin er gefin út í framhaldi af tveggja daga ráðstefnu sem haldin var um vændi og mansal í júní. Í henni er hvatt til þess að viðskiptavinum vændiskvenna verði refsað þar sem þeir séu séu hvatinn að vændinu. Þá kemur fram að lögin verði að vernda konur sem neyðist út í vændi því þær séu fórnarlömb, beittar ofbeldi og misnotaðar. Grundvallarmannréttindi þeirra hafi verið brotin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×